Velkomin í

Gamla Ráðhúsið

Þetta flotta Sigvaldahús nefnum við Gamla Ráðhúsið en húsið var upphaflega byggt fyrir Sparisjóð Mýrarsýslu en síðar var byggt við og hýsti húsið Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar um árabil.

Núverandi eigendur hófu endurbyggingu hússins árið 2021 og er útkoman gullfallegt hús sem hýsa mun innlenda og erlenda ferðamenn ásamt því að bjóða velkomin fyrirtæki, fjölskyldur og vinahópa.

Í húsinu eru 6 íbúðir til leigu en auk þess fylgir aðstaða til líkamsræktar, gufa og heitur pottur