Fullkominn staður fyrir veislur, viðburði og vinnustofur

Veislur og móttökur

Í Bankaíbúðinni er hægt að bjóða allt að 80 manns í standandi og 40 manns í sitjandi móttökur og veislur.

Veisluhaldarar geta komið með eigin veitingar en Gamla Ráðhúsið er einnig í samstarfi við Englendingavík og er hægt að panta veitingar þaðan.

Þjónn er til staðar ásamt öllu sem þarf til fyrir fyrsta flokks veislu.

Vinnustofur

Í Bankaíbúðinni bjóðum við upp á frábæra aðstöðu fyrir allt að 40 manns í sæti við langborð og allt að 70 manns í fyrirlestraruppröðun.

Á staðnum má finna stóran skjá, flettitöflu og fyrirmyndaraðstöðu fyrir hópinn þinn til að skipuleggja næsta stóra skrefið.